Bíll árs­ins 2015 á Íslandi er Peu­geot 308, sam­kvæmt niður­stöðum í kjöri Banda­lags ís­lenskra bíla­blaðamanna, sem kynnt­ar voru í kvöld.

Stiga­hæst­ur allra varð Peu­geot 308, með 858 stig og því næst Nis­s­an Qashqai með 830 stig. Í þriðja sæti varð Porsche Macan með 798 stig.

Toyota Aygo var efst­ur í flokki smá­bíla, Peu­geot 308 í flokki bíla af millistærð og Nis­s­an Qashqai í flokki jeppa og jepp­linga.

Gest­ur Bene­dikts­son frá bílaum­boðinu Bern­h­ard tók við Stál­stýr­inu, far­and­verðlauna­grip sem fylg­ir sigri Peu­geot 308 í kjör­inu um bíl árs­ins. Í fyrra var Skoda Octa­via val­inn bíll árs­ins á Íslandi.

Til úr­slita í flokki smá­bíla kepptu Opel Adam, Renault Capt­ur og Toyota Aygo. Í flokki bíla af millistærð  Mercedes-Benz C-Class, Peu­geot 308 og VW Golf GTD. Í flokki jeppa og jepp­linga  BMW X5, Nis­s­an Qashqai og Porsche Macan.