Screen shot 2017-07-10 at 20.12.16

Meðal nýrra bíla í valinu er Fiat Tipo sem Ísband er með umboð fyrir. Mynd: Visir.is

Um þessar mundir er forvalsnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna að prófa þá 31 bíla sem eru í forvalinu að þessu sinni. talsverðar breytingar hafa orðið á markaðinum og merki flust til milli umboða og mörg ný merki komið inn með nýjum umboðum. Í valinu á Bíl ársins 2018 eru fjögur ný merki í sex nýjum bílum frá Jagúar, jeep, Fiat og Alfa Romeo. Flokkarnir eru þó aðeins þrír þetta árið þar sem að lágmarki þarf þrjá bíla til að fylla heilan flokk og til að mynda er enginn sportbíll með í valinu að þessu sinni. Þar af leiðandi er keppnin í flokkunum mjög spennandi þar sem að ólíkir bílar etja kappi. Hér má sjá flokkana í valinu í ár:

Minni fólksbílar:

  • Citroen C3
  • Fiat Tipo
  • Ford Fiesta
  • Ford Ka+
  • Honda Civic
  • Hyundai i30
  • Kia Picanto
  • Kia Rio
  • Nissan Micra
  • Suzuki Swift

Stærri fólksbílar:

  • BMW 5
  • Hyundai Ioniq
  • Jaguar XE
  • Jaguar XF
  • Kia Niro
  • Opel Insignia
  • Renault Grand Scenic
  • Volkswagen Arteon
  • Volvo V90 Cross Country

Jeppar / Jepplingar:

  • Alfa Romeo Stelvio
  • Audi Q2
  • Audi Q5
  • Jaguar F-Pace
  • Jeep Compass
  • Land Rover Discovery 5
  • Mazda CX-5
  • Peugeot 3008
  • Renault Koleos
  • Skoda Kodiaq
  • Suzuki Ignis
  • Volvo XC60