Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) mun tilkynna um val á Bíl ársins 2006 í október næstkomandi við hátíðlega athöfn. Að bandalaginu standa þeir blaðamenn sem sérhæft hafa sig í skrifum og umfjöllun um bíla. Þetta er annað árið í röð sem félagið stendur fyrir vali á Bíl ársins en í fyrra hreppti Volvo S40 þennan eftirsótta titil en Bíll ársins hlýtur Stálstýrið.

Rétt eins og í fyrra verður verðlaunað fyrir fjóra flokka, þ.e.a.s. fyrir smábíla, fjölskyldu, og lúxusbíla, jeppa og jepplinga og loks sportbíla. Veitt verður viðurkenning til þess bíls sem skarar framúr í hverjum flokki auk þess sem einn bíll verður valinn Bíll ársins.

Það eru Skeljungur, SP Fjármögnun og Tryggingamiðstöðin sem eru stuðningsaðilar við valið.

Þeir bílar sem taka þátt í forvalinu eru:

Smábílar og minni millistærðarbílar
Ford Focus
Citroen C4
Mercedes A
Kia Rio
BMW 1
VW Fox
Toyota Aygo
Peugeot 1007
Suzuki Swift
Chevrolet Lacetti
VW Jetta

Fjölskyldu- og lúxusbílar
Ford Freestyle
Mercedes
BMW 3
Hyundai Sonata
Audi A4
Audi A6
VW Passat
Lexus GS300
Alfa 159

Jeppar og jepplingar
Ford 150
Mercedes
Toyota Hilux
Nissan Navara
Lexus RX400h
Alfa 156 Crosswagon
Nissan Pathfinder
Nissan Murano
Land Rover Discovery
Range Rover Sport
Nissan Navarra
Fiat Panda 4×4
Suzuki Grand Vitara
Jeep Grand Cherokee

Sportbílar
Ford Mustang
Mercedes R
Renault Mégane RS
VW Golf GTI
BMW M5
Ford Mondeo ST
Porsche Boxster
Ford Fiesta ST150