Nú stendur yfir val á Bíl ársins á Íslandi. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sér um valið sem fór fyrst fram vegum félagsins árið 2004. Níu bílar eru komnir í úrslit í valinu og verður tilkynnt um bíl ársins föstudaginn 23. nóvember næstkomandi.

38 nýir fólksbílar og jeppar voru tilnefndir og eftir prófanir eru nú níu bílar eftir í úrslitum. Keppt er í þremur flokkum, fólksbílum, jeppum og jepplingum og vistvænum bílum.

Bílarnir níu sem komust í úrslit eru:
Audi A6,
Mercedes-Benz A,
Volvo V40,
Audi Q3,
Hyundai Santa Fe,
Range Rover Evoque,
Lexus GS 450h,
Opel Ampera og
Peugeot 508 RXH.

Þeir sem standa að valinu eru blaðamenn sem í gegnum tíðina hafa fjallað um bíla í íslenskum fjölmiðlum. Félagið stóð fyrst fyrir vali á Bíl ársins 2004. Í fyrra var það VW Passat Metan sem var kjörinn Bíll ársins.