Screen shot 2017-07-07 at 08.52.08Land Rover Disco­very hef­ur verið val­inn bíll árs­ins 2017 í út­tekt dóm­nefnd­ar breska bíla­tíma­rits­ins Auto Express.

Að mati tíma­rits­ins verður bíll árs­ins að skara fram úr öðrum, meðal ann­ars á grund­velli ný­sköp­un­ar og koma fram með eitt­hvað nýtt í sín­um flokki. Disco­very var þá einnig kos­inn besti lúxusjepp­inn í sín­um stærðarflokki.

Að mati Auto Express þenur Land Rover Disco­very mörk þess mögu­lega í hönn­un lúxusjeppa í þess­um gæðaflokki með frek­ari tækninýj­ung­um, farþega­rými sem einnig tek­ur mið af þörf­um gælu­dýra og plássi þar sem sjö farþegar kom­ast auðveld­lega fyr­ir á þægi­leg­an hátt.

Í niður­stöðu dóm­nefnd­ar seg­ir að í heild blasi glæsi­leik­inn við og vandaður frá­gang­ur ofan í smæstu smá­atriði. Land Rover er þá einnig sagður hafa brotið blað þegar kem­ur að út­liti nýja jepp­ans að mati Auto Express. Þótt ásýnd­in kunni ekki að falla öll­um í geð séu hrein­ar lín­ur að bíll­inn veki eft­ir­tekt hvar sem hann fari. Það eigi einnig við um hönn­un og frá­gang í farþega­rým­inu þar sem miðju­stokk­ur­inn gegni einu lyk­il­atriðanna af mörg­um.