Suzuki Swift varð fyrir valinu sem Bíll ársins 2006 í árlegu kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna. Tilkynnt var um viðurkenninguna við athöfn í Perlunni sunnudaginn í lok október 2005. Valið stóð á milli níu bíla í þremur flokkum, en auk þess var valinn sportbíll ársins úr fjórða flokknum.

Suzuki Swift varð hlutskarpastur jafnframt í flokki smábíla og millistærðarbíla. Í flokki stærri fjölskyldu- og lúxusbíla stóð Volkswagen Passat uppi sem sigurvegari og í flokki jeppa og jepplinga sigraði Lexus RX400h. Í sportbílaflokki var BMW M5 sem hlaut nafnbótina sportbíll ársins.