Nú stendur yfir val á Bíl ársins 2007 á Íslandi. Að valinu stendur Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) og er þetta í þriðja skipti sem valið fer fram. Í upphafi valsins voru 34 tilnefndir og var þeim skipt í fjóra flokka. Þeim hefur nú verið fækkað niður í 12 bíla, þrjá í hverjum flokki. Framundan eru ítarlegar prófanir á bílunum en eftir það eru þeim gefnar einkunir eftir þeim reglum sem hafðar eru til hliðsjónar. Þar er horft til almennar hönnunar, aksturseiginleika, búnað, innra rými, innréttingar, aðgengi, þægindum og að sjálfsögðu verði. Samanlagður stigafjöldi úr þessu öllu ræður síðan endanlega vali á bíl ársins.

Auk þess sem valinn er Bíll ársins 2007 er eru einnig valdir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig.

Það eru félagar í BÍBB sem standa að valinu. Nú hafa 12 bílar verið valdir í úrslit, en greint verður frá valinu við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafninu í Sigtúni næstkomandi föstudag:

Jeppar og jepplingar
Hyundai Santa Fe
Mercedes-Benz GL
Toyota Rav4

Smábílar og minni millistærð
Renault Clio
Peugeot 207
Toyota Yaris

Fjölskyldubílar
Lexus IS
Honda Civic
Nissan Note

Sportbílar
Ford Focus ST
Porsche Cayman
Mazda MX-5

Bakhjarlar valsins eru Tryggingamiðstöðin, Stilling og Skeljungur.