Val á bíl ársins 2006 á Íslandi stendur nú yfir og verður valið tilkynnt í Perlunni 23. október nk. Fyrir valinu stendur Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, og er þetta annað árið í röð sem félagsskapurinn stendur fyrir valinu. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhendir Bíl ársins Stálstýrið við hátíðlega athöfn í Perlunni sunnudaginn 23. október nk., en þá helgi verður jafnframt sýning á vistvænum bílum á vegum BÍBB á sama stað.

Auk nafnbótarinnar Bíll ársins 2006 verður útnefndur Bíll ársins í hverjum flokki fyrir sig. Dómnefndin hefur nú fækkað bílunum niður í tólf og er þeim skipt upp í fjóra flokka, þ.e. smábíla og minni millistærðarflokk, stærri fjölskylduog lúxusbíla, jeppa og jepplinga og loks sportbílaflokk.

Hér á eftir fara þrír efstu bílar í hverjum flokki:

Smábílar og millistærðarbílar
Peugeout 1007
Suzuki Swift
Citroën C4

Stærri fjölskyldu- og lúxusbílar
BMW 3
VW Passat
Hyundai Sonata

Jeppar og jepplingar
Land Rover Discovery 3
Lexus RX400h
Suzuki Grand Vitara

Sportbílaflokkur
BMW M5
Porsche Boxster
Ford Mustang