Val á Bíl ársins 2013 á Íslandi stendur nú yfir. Alls eru það 38 nýir fólksbílar og jeppar sem koma til greina í vali Bandalags íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, á Bíl ársins 2013.

Þeir sem standa að valinu eru blaðamenn sem í gegnum tíðina hafa fjallað um bíla í íslenskum fjölmiðlum. Félagið stóð fyrst fyrir vali á Bíl ársins 2004 en árin eftir hrun lá valið niðri. Í fyrra var það VW Passat Metan sem var kjörinn Bíll ársins.

Bílunum er skipt niður í þrjá flokka; fólksbíla, jeppa og jepplinga og vistvæna bíla. Ráðgert er að tilkynnt verði um valið upp úr miðjum næsta mánuði.

Þeir bílar sem koma til greina hafa komið á markað eftir að tilkynnt var um val á Bíl ársins 2012 á síðasta ári. Þessir bílar eru:

Fólksbílar
Audi A1 Sportsback, Audi A6, Chevrolet Aveo, Chevrolet Orlando, Citroën C3 Picasso, Ford Focus EcoBoost, Ford Grand C-MAX, Honda Civic, Hyundai i30, Hyundai i40, Kia cee d 5 dyra, Kia cee d Sportswagon, Kia Optima, Kia Rio, Mazda 5, Mercedes-Benz A-lína, Mercedes-Benz B-lína, Peugeot 208, Skoda Citigo, Toyota GT 86, Toyota Yaris, Volkswagen up!, Volkswagen Bjalla, Volkswagen Jetta, Volvo V40.

Jeppar og jepplingar
Mercedes- Benz M-lína, Audi Q3, Ford Explorer, Hyundai Santa Fe, Dacia Duster.

Vistænir bílar
Citroën C-Zero, Lexus GS 450h, Mitsubishi i-MiEV, Opel Ampera, Peugeot 508 RXH Hybrid4, Toyota Yaris Hybrid, Toyota Prius+, Toyota Prius Plug-in.