Screen shot 2016-08-25 at 14.34.26

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) er samtök blaðamanna sem hafa haft umfjöllun um bíla með höndum í íslenskum fjölmiðlum. Í BÍBB eru nú 14 blaðamenn, meðal annars frá Bændablaðinu, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu, FÍB blaðinu, visir.is og billinn.is. Auk þess eru í félaginu sjálfstætt starfandi bílablaðamenn. Þessi grein birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 20. október 2004 og lýsir hvernig félagið kom til:

“Á haustdögum 2004 stofnuðu nokkrir blaðamenn, sem hafa skrifað reglulega um bíla í íslenska fjölmiðla, Bandalag íslenskra bílablaðamanna. Hugmyndin hafði lengi verið á kreiki og ætlunin var sú að þessi óháði félagsskapur tæki að sér val á bíl ársins, sem í þrjú ár hafði farið fram undir merki DV. Mikil vinna fór strax af stað til að undirbúa starfsemi félagsins. Það þurfti að stofna það með lögformlegum hætti og fá því kennitölu. Það var leitað eftir samstarfsaðilum, enda er framkvæmd af þessu tagi kostnaðarsöm. Samstarf náðist við þrjú fyrirtæki, hvert á sínu sviði; Skeljung, Tryggingamiðstöðina og SP-Fjármögnun. Stuðningur þessara fyrirtækja gerði framkvæmdina á vali á bíl ársins mögulega. Skipuð var dómnefnd sjö manna innan félagsins til að velja þá bíla sem til greina kæmu sem bíll ársins og bílunum skipað niður í fjóra flokka; smábíla, fjölskyldubíla, jeppa og jepplinga og sportbíla.

Landfræðilegar og markaðslegar aðstæður á Íslandi setja dómnefndarmönnum skorður og þannig urðu sumir nýir bílar útundan í valinu að þessu sinni, eingöngu vegna þess að þeir koma of seint á markað hérlendis. Þetta á t.d. við um Mitsubishi Colt, Kia Sportage, nýjan Ford Focus og Citroën C4. Ljóst er að alltaf verður val af þessu tagi gagnrýnt á ýmsan máta og jafnvel heyrast þær raddir, kannski mest frá fulltrúum þeirra innflutningsaðila sem ekki eiga bíla í úrslitum, að betur væri heima setið en af stað farið. Þessu er Bandalag íslenskra bílablaðamanna hjartanlega ósammála enda er tilgangur með vali á bíl ársins ekki sá að gleðja eða valda umboðunum armæðu heldur að virka sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir íslenska bílkaupendur. Tilnefndir voru tæplega fjörutíu bílar í fyrstu umferð, langflestir í flokki fjölskyldubíla en aðrir flokkar voru smábílar, jeppar/jepplingar og sportbílar. Dómnefndin skar síðan valið niður í tólf bíla, þrjá í hverjum flokki, og prófaði þá gaumgæfilega á kvartmílubrautinni við Reykjanesbrautina og svæðinu þar í kring. Við mat á bílunum var litið til fimm þátta; verðs, aksturseiginleika, rýmis, öryggis og hönnunar. Hver bíll gat mest fengið tíu stig fyrir hvern þátt og því samtals mest fimmtíu stig frá hverjum dómnefndarmanni, eða alls 300 stig frá sex dómnefndarmönnum.”

Finnur Orri ThorlaciusFinnur Orri Thorlacius er umsjónarmaður þílaþáttsins Bílalíf á Hringbraut. Hann hefur sinnt bílaskrifum hjá Fréttablaðinu og Visir.is en gerði það áður hjá Morgunblaðinu. Finnur hefur verið í valnefnd á Bíl ársins í meira en áratug. Finnur er nú formaður Bandalags íslenskra bílablaðamanna.
Guðjón GuðmundssonGuðjón Guðmundsson var umsjónarmaður bílaskrifa hjá Morgunblaðinu frá árinu 1990 til 2007. Hann skrifar nú um bíla í Viðskiptablaðið. Hann er einn af stofnfélögum Bandalags íslenskra bílablaðamanna og hefur tekið þátt í vali á Bíl ársins á vegum samtakanna frá upphafi.
Ingvar Örn IngvarssonIngvar Örn Ingvarsson er forfallinn ökutækjafíkill og stofnandi bílaklúbbsins Blýfótar. Ingvar hefur skrifað um bíla með hléum frá því 1997, fyrst fyrir Strik.is, síðar Blýfót, svo Morgunblaðið og nú aftur fyrir Bíllinn.is og Blýfót. Ingvar er líka meðlimur í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna og tekur þátt í störfum dómnefndar þar.
Jóhannes ReykdalJóhannes Reykdal er 71 árs og byrjaði í blaðamennsku 1971 og hefur skrifað um bíla frá 1973. Sá um vikuleg skrif í Vísi, Dagblaðinu frá 1975 og síðar DV 1982 til ársins 2000. Undanfarið hefur Jóhannes skrifað fyrir bilablogg.is, ásamt því að hafa tekið þátt í störfum dómnefndar í vali á Bíl ársins á Íslandi.
Screenshot 2021-04-13 at 00.20.32Kristinn Ásgeir Gylfason byrjaði að skrifa um bíla á Bílabálkur.is árið 2015. Hann tók svo við bílaumfjöllun á Vísi 2019 og hefur skrifað bílafréttir þar síðan. Hann hefur tekið þátt í vali á Bíl ársins síðan árið 2017.
Njáll GunnlaugssonNjáll Gunnlaugsson hefur fjallað um bíla síðan 1999 við ýmsa miðla landsins. Hann ritstýrði sérblaðinu DV-bílar og tímaritinu Bílar & Sport auk þess að fjalla um bíla í sjónvarpsþættinum Mótor og á bílasíðum Morgunblaðsins. Þegar Bíll ársins var vallinn í fyrstu skiptin var það gert fyrir tilstilli DV-bíla í samstarfi við FÍB blaðið. Hann ritstýrir nú Bílablaði Fréttablaðsins.
Róbert Már RunólfssonRóbert Már Runólfsson er 25 ára og hefur skrifað um bíla fyrir FÍB Blaðið síðan 2010. Hann hefur sinnt stöðu ritara BÍBB frá 2016 og tekið þátt í störfum dómnefndar í vali á Bíl ársins á Íslandi síðan 2011. Róbert er með stúdentspróf úr Menntaskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands.
Róbert RóbertssonRóbert Róbertsson er bílablaðamaður hjá Viðskiptablaðinu. Róbert hefur skrifað um bíla fyrir Viðskiptablaðið síðustu 7 ár en þar áður skrifaði hann um bíla fyrir tímaritið Mannlíf á árunum 2000-2006. Róbert hefur tekið þátt í vali á bíl ársins undanfarin ár.
HjörturHjörtur L. Jónsson hefur skrifað lengi í blöð og miðla. Fyrst í DV Bíla í kringum 1992-4, þá eingöngu um mótorhjól og síðar í DV Sport um akstursíþróttir.mótorhjHann hefur skrifað um bíla í Bændablaðið síðan 2009.