Screen shot 2016-08-21 at 22.01.16

JAGÚAR I-PACE BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2020

_D4M4342

Í gær var tilkynnt um val á Bíl ársins 2020 á Íslandi í húsakynnum Blaðamannafélagsins. Þar kom, sá og sigraði Jaguar I-Pace líkt og svo víða annars staðar. Sigurinn var þó naumari en oft áður en aðeins munaði 26 stigum á fyrstu tveimur sætunum. Jaguar I-Pace hlaut alls 775 stig en bíllinn í öðru sæti, Audi e-Tron fékk 754 stig en hann keppti í sama flokki og I-Pace. Þriðji í röðinni var einnig bíll í flokki rafsportjeppa, en það var hinn nýi Mercedes-Benz EQC, en hann fékk 714 stig. Bílarnir í ár voru í upphafi 28 en var fækkað niður í 18 í forvali. Bílarnir voru svo bornir saman með prófunum í síðustu viku, bæði í Hvalfirði og í Bláfjöllum.

Fyrsta sinn sem keppt er í flokki rafbíla

Litlu munaði einnig í öðrum flokkum í valinu og hvergi minna en í flokki rafbíla. Þar var það borgarbíllinn Kia e-Soul sem hafði sigurinn, en aðeins tíu stigum á undan Hyundai Kona EV, en þessir tveir bílar eru reyndar náskyldir og byggðir á sama undirvagni og með sömu rafhlöðu. Litlu munaði líka á Toyota Corolla og Mazda 3 í flokki smærri fjölskyldubíla þar sem sá fyrrnefndi sigraði með 12 stiga mun. Þetta er í sautjánda skiptið sem Bíll ársins á Íslandi er valinn, en það hefur verið tilkynnt á hverju ári síðan 2001 ef frá eru talin tvö ár skömmu eftir efnahagshrunið. Þar sem valið hér á landi fer fram seint á árinu er valið látið bera ártal næsta árs og fær viðkomandi umboð Stálstýrið svokallaða til geymslu í eitt ár.

Smærri fjölskyldubílar:

Toyota Corolla. Mynd Njáll Gunnlaugsson
  1. Toyota Corolla            659
  2. Mazda 3                      647
  3. VW T-Cross                 538

Stærri fjölskyldubílar:

Peugeot 508. Mynd Njáll Gunnlaugsson
  1. Peugeot 508                710
  2. Mercedes-Benz B-lína 673
  3. Yoyota Camry             662

Jepplingar:

Toyota RAV4. Mynd: Haraldur Thors
  1. Toyota RAV4               692
  2. Mazda CX-30               655
  3. Honda CRV                  609

Jeppar:

SsangYong Rexton. Mynd: Haraldur Thors
  1. SsangYong Rexton      604
  2. Jeep Wrangler             527
  3. Suzuki Jimny               462

Rafbílar:

Kia e-Soul. Mynd Njáll Gunnlaugsson
  1. Kia e-Soul                    681
  2. Hyunda Kona EV         671
  3. Opel Ampera               640

Rafsportjeppar:

  1. Jaguar I-Pace               775
  2. Audi e-Tron                 754
  3. Mercedes Benz EQC   714
z