IMG_9235-2Bíll ársins á Íslandi hefur verið valinn frá árinu 2001 ef frá eru talin ef frá eru talin tvö mögur ár vegna efnahagshrunsins. Fyrstu þrjú árin stóðu DV-bílar í samstarfi við FÍB blaðið að valinu en frá árinu 2004 tók BÍBB félagsskapurinn við og hefur haldið merkinu á lofti síðan. Til þess að bílar séu gjaldgengir í valið þurfa þeir að vera af nýrri kynslóð (þ.e. nýr undirvagn, veruleg útlitsbreyting og endurbætur á drifbúnaði, hugbúnaði og innra rými bíls) eða að þeir bjóði upp á gjörbreytta aflrás og/eða drifbúnað frá því að þeir voru kynntir fyrst. Minniháttar útlitsbreyting (e. Facelift) og búnaðaruppfærslur eða aukið vélaúrval nægja ekki til að tiltekin gerð bíls teljist ný.