Tólf bílar eru komnir í úrslit keppninnar um Bíl ársins 2004 á Íslandi. Tilnefndir höfðu verið 49 nýir bíla, þar af sjö í flokki smábíla, 29 í flokki fjölskyldubíla, sjö í flokki jeppa og jepplinga og sex í flokki sportbíla.

Bílarnir tólf sem hafa verið tilnefndir í úrslit eru:

Smábílar
Citroen C2
Kia Picanto
Fiat Panda

Fjölskyldubílar
Toyota Prius
Volvo S40
Volkswagen Golf

Jeppar og jepplingar
Hyundai Tuscon
BMW X3
Subaru Legacy Outback

Sportbílar
Mazda RX8
Nissan 350Z
MMC Evo VIII

Hægt er að taka þátt í kosningu um Bíl ársins á netinu á vefnum www.billarsins.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um valið og hvernig staðið er að því.

Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem stendur að valinu en að því standa þeir blaðamenn sem fjalla með reglulegum hætti um bíla. Í dómnefndinni sátu sjö manns og hafði hver dómnefndarmaður yfir að ráða sjö stigum í hverjum flokki fyrir sig og metur bílana eftir fimm þáttum. Þar er horft til verðs, aksturseiginleika, rýmis, öryggis og hönnunar.

Tilkynnt verður formlega um val á Bíl ársins við hátíðlega athöfn föstudaginn 15. október næstkomandi.