Skoda Octavia er bíll ársins 2014. Það var Bandalag íslenskra bílablaðamanna BÍBB sem kynnti valið í gær að viðstöddu fjölmenni í á veitingastaðnum Nauthól. Octavia hlaut flest stig valnefndarinnar eða 742. Næst flest stig hlaut Tesla S og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig.

Þeir bílar sem í úrslit komust voru aðgreindir í þrjá flokka:

1. Minni fólksbíla
2. Stærri fólksbíla
3. Jeppa og jepplinga

Í flokki minni fólksbíla varð VW Golf efstur með 701 stig. Næstur var Renault Clio með 649 stig og þriðji varð Nissan Leaf með 642 stig.

Í flokki stærri fólksbíla varð Skoda Octavia efstur með 742 stig. Næst kom Tesla S með 706 stig og loks Lexus IS300h með 699 stig.

Í flokki jeppa og jepplinga varð Honda CRV efstur með 682 stig. Næstur varð Toyota RAV4 með 563 stig og loks Ford Kuga með 555 stig.

Útnefningin á bíl ársins fór fram síðdegis í gær í veitingahúsinu Nauthóli með tilstyrk Bílgreinasambandsins og Frumherja. Frumherji léði einnig aðstöðu í skoðunarstöðinni við Hestháls til að skoða úrslitabílana. Ennfremur léði Kvartmíluklúbburinn BÍBB keppnisbraut sína og aðra aðstöðu í Kapelluhrauni án endurgjalds.