Sjö bílar hafa verið tilnefndir í úrslit í valinu um bíl ársins í Evrópu. Þeir eru BMW 1 línan, Citroën C4, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 407, Renault Modus, og Toyota Prius.

Bílarnir sjö eru valdir úr úrvali 32 bíla. Í dómnefnd sitja 58 menn og eiga þeir síðan að kjósa úr þessum sjö bílum þann sem þeir telja verðugastan fyrir titilinn Bíll ársins 2005 í Evrópu. Geta þeir deilt 25 stigum á bílana og verða úrslit kjörsins síðan tilkynnt um miðjan nóvember.