Screenshot 2019-10-04 at 18.07.22
Banda­lag ís­lenskra bíla­blaða­manna hefur skilað af sér for­vali fyrir Bíl ársins árið 2020. Á­tján bílar eru valdir til úr­slita í sex flokkum og eru þrír bílar í hverjum flokki. Bílarnir verða nú bornir saman og prófaðir af bíla­blaða­mönnum en til­kynnt verður um bíl ársins mið­viku­daginn sex­tánda októ­ber.

Það vekur at­hygli að í ár eru tveir flokkar raf­bíla sem ber vott um tíðar­andann en ekki þótti rétt að setja alla raf­bíla í sama flokk vegna fjölda og fjöl­breyti­leika þeirra. Flokkarnir sem eru í valinu í ár eru minni fjöl­skyldu­bílar, stærri fjöl­skyldu­bílar, jepp­lingar, jeppar, raf­bílar og raf­jeppar.
Bíll ársins 2019 í Evrópu var raf­jeppinn Jaguar I-Pace sem einnig keppir í valinu á Bíl ársins á Ís­landi.

Hér má sjá lista af þeim bílum sem eru til úr­slita í hverjum flokki:

Minni fjöl­skyldu­bílar: Mazda 3, Toyota Cor­olla, VW T-Cross.

Stærri fjöl­skyldu­bílar: Mercedes-Benz B-lína, Peu­geot 508, Toyota Camry.

Jepp­lingar: Honda CRV, Mazda CX-30, Toyota RAV4.

Jeppar: Jeep Wrang­ler, Ss­angYong Rexton, Suzuki Jimny.

Raf­bílar: Hyundai Kona EV, Kia e-Soul, Opel Ampera.

Raf­jeppar: Audi e-Tron, Jaguar I-Pace, Mercedes-Benz EQC.

Birtist á frettabladid.is