Alls eru 28 bílar í forvali í valinu á Bíl ársins 2020 en prófanir á þeim bílum standa yfir um þessar mundir. Tilkynnt verður hvaða bílar komast í úrslit á næstu dögum en alls verða flokkarnir sex talsins og tveir þeirra fyrir hinn ört vaxandi markað rafbíla . Skemmst er að minnast að Jagúar I-Pace rafjeppinn kom sá og sigraði í valinu á Heimsbíl ársins í fyrra. Í flokki minni fjölskyldubíla eru eftirfarandi bílar tilnefndir: Mazda 3, Toyota Corolla, Renault Clio, Renault Captur og VW T-Cross. Í flokki stærri fjölskyldubíla: Mercedes-Benz B-lína, Mercedes-Benz CLA, Citroen C5 Aircross, Lexus ES, Peugeot 508 og Toyota Camry. Í flokki jepplinga: Mercedes-Benz GLE, Honda CRV, Lexus UX, Mazda CX-30, Range Rover Evoque og Toyota RAV4. Í flokki jeppa: Jeep Wrangler, SsangYong Rexton og Suzuki Jimny. Í flokki rafbíla: Hyundai Kona EV, Hyundai Nexo, Kia e-Niro, Kia e-Soul og Opel Ampera. Í flokki rafjeppa: Audi e-Tron, Mercedes-Benz EQC og Jaguar I-Pace. Um leið og tilkynnt verður hvaða bílar komast í úrslit verður tilkynnt hvaða dag valið mun fara fram þar sem einhver þessara bíla hlýtur Stálstýrið til varðveislu næsta ár.
Birt af billinn.is