Nú er ljóst hvaða bíll var valinn Bíll ársins 2007 en það var Lexus IS sem hlaut nafnbótina að þessu sinni. Var það Magnús Kristinsson fyrir hönd Lexus á Íslandi sem veitti viðurkenningunni móttöku.

Í einstaka flokkum báru eftirfarandi bílar sigur úr býtum:

Jeppar og jepplingar: Hyundai Santa Fe
Smábílar og minni millistærð: Renault Clio
Fjölskyldubílar: Lexus IS
Sportbílar: Porsche Cayman

Það voru blaðamenn í Bandalagi íslenska bílablaðamanna (BÍBB) sem stóðu að valinu og voru úrslitin kynnt við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni þar sem hægt var að líta bílana sem komust í úrslit.