Screen shot 2018-03-26 at 08.06.03

Volvo XC40 er bíll árs­ins 2018

Volvo XC40 hef­ur verið val­inn bíll árs­ins í Evr­ópu og mun það í fyrsta sinn sem sænski bílsmiður­inn hrepp­ir þá eft­ir­sóttu viður­kenn­ingu.

Volvo XC40 var kos­inn bíll árs­ins með 325 at­kvæðum 60 evr­ópskra bíla­blaðamanna frá 23 lönd­um. Í öðru sæti varð Seat Ibiza með 242 at­kvæði, í þriðja sæti BMW 5-serie með 226 at­kvæði, í fjórða sæti  Kia Stin­ger með 204, í fimmta sæti Citroën C3 Aircross með 171 at­kvæði, í sjötta sæti Audi A8 með 169 at­kvæði og í sjö­unda og síðasta sæti Alfa Romeo Stel­vio með 163 at­kvæði.

Í fyrra­haust voru úr­slita­bíl­arn­ir sjö vald­ir úr hópi 37 bíla sem til­nefnd­ir voru í for­vali.

Til­kynnt var um úr­slit­in í val­inu við upp­haf bíla­sýn­ing­ar­inn­ar í Genf. Eini norski blaðamaður­inn í dóm­nefnd­inni seg­ir að valið hafi verið auðvelt. Hann setti Volvobíl­inn í efsta sæti (12 stig) og hin tvö at­vkæði hans fóru til Audi A8 og Citroën C3 Aircross.

Bíll árs­ins í Evr­ópu var fyrst kjör­inn árið 1994 og hef­ur titil­inn hlotn­ast eft­ir­töld­um mód­el­um:

1994: Ford Mondeo
1995: Fiat Punto
1996: Fiat Bra­vo
1997: Renault Mega­ne Scenic
1998: Alfa Romeo 156
1999: Ford Focus
2000: Toyota Yar­is
2001: Alfa Romeo 147
2002: Peu­geot 307
2003: Renault Mé­ga­ne
2004: Fiat Panda
2005: Toyota Prius
2006: Renault Clio
2007: Ford S-Max
2008: Fiat 500
2009: Opel In­signia
2010: Volkswagen Polo
2011: Nis­s­an Leaf
2012: Opel Am­pera
2013: Volkswagen Golf
2014: Peu­geot 308
2015: Volkswagen Passat
2016: Opel Astra
2017: Peu­geot 3008

Birtist á mbl.is